- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Silfrið kom í hlut Andreu og liðsfélaga

Andrea Jacobsen landsliðskona og leikmaður Blomberg-Lippe í Þýskalandi. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Andrea Jacobsen fékk silfurverðlaun í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í dag með liðsfélögum sínum í Blomberg-Lippe eftir að hafa tapað fyrir HB Ludwigsburg með 10 marka mun í úrslitaleik í Porsche-Arena í Stuttgart, 31:21. Blomberg-Lippe lék síðast til úrslita í bikarkeppninni fyrir 11 árum.

Andrea skoraði tvö mörk í þremur skotum og átti eina stoðsendingu. Díana Dögg Magnúsdóttir, sem einnig leikur með Blomberg-Lippe og var með liðinu þegar það tryggði sér sæti í undanúrslitum, er frá keppni vegna meiðsla.


Blomberg-Lippe átti erfitt uppdráttar í úrslitaleiknum sem 3.187 áhorfendur greiddu sig inn á í Porsche-Arena. Hið sterka lið HB Ludwigsburg, sem er efst í þýsku 1. deildinni, hafði talsverða yfirburði í leiknum. Varnarleikur liðsins var afar góður. Þegar í hálfleik var sex marka munur á liðunum, 16:10, HB Ludwigsburg í hag. Sænski landsliðsmarkvörðurinn Johanna Bundsen átti stórleik í marki HB Ludwigsburg, varði 14 skot, 50%.


Antje Döll var markahæst hjá HB Ludwigsburg með sex mörk. Nieke Kühne skoraði fimm mörk fyrir Blomberg-Lippe ásamt Vlaetitia Quist. Ida Margrethe Hoberg Rasmussen, sem eitt sinn lék KA/Þór, skoraði eitt mark fyrir Blomberg-Lippe.

Leikmenn Bensheim/Auerbach hluti bronsverðlaunin eftir sigur á Borussia Dortmund, 35:34.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -