- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ég vil að við keyrum upp hraðann

- Auglýsing -


„Kjarni gríska liðsins hefur verið töluvert lengi saman. Leikmenn eru líkamlega sterkir, miðjumenn og skyttur. Þeir eru beinskeyttir,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari um gríska liðið sem íslenska landsliðið mætir í kvöld í þriðju umferð undankeppni EM 2026. Leikið verður í Tasos Kampouris-keppnishöllinni Chalkida. Áætlað er að dómararnir Mario Rudinsky og Boris Mandak frá Slóvakíu flauti til leiks klukkan 17.


„Við verðum að ná upp ákefð í varnarleikinn, komast í snertingu við þá. Ef við ætlum að vera linir kallar það á vandræði að mínu mati. Eins vil ég ná fram meiri hraða í okkar sóknarleik frá því sem var á HM. Við erum marga ólíka leikmenn í hópnum núna frá HM sem gerir að verkum að okkur er mögulegt að leita í allskonar hluti,“ segir Snorri Steinn og bætir við.

„Það er ekkert leyndarmál að ég vil að við keyrum upp hraðann þegar á leikinn líður. Ég tel okkur vera með vel þjálfaða leikmenn sem á að vinna með okkur þegar líður á leikinn.

Það væri vonbrigði ef við lentum í þeirri stöðu að þurfa að keyra niður hraðann. Við erum með mjög fljóta leikmenn og getum stillt upp hröðu liði bæði í vörn og til hraðra upphlaupa. Eins verðum við að nýta styrkleika Björgvins Páls hversu fljótur hann er að koma boltanum í leik. Þann kost verðum við að nýta,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is í Chalkida í Grikklandi.

Lengra viðtal er við Snorra Stein í myndskeiði hér fyrir ofan.

Leikur Grikklands og Íslands hefst klukkan 17 að íslenskum tíma í dag. Síðari viðureignin fer fram á laugardaginn í Laugardalshöll og hefst klukkan 16. Miðasala er midix.is.

A-landslið karla – fréttasíða.

Íslenska landsliðið sem tekur þátt í leiknum í kvöld:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur, (281/25).
Ísak Steinsson, Drammen HK (0/0).

Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, SC DHfK Leipzig (2/0).
Arnór Snær Óskarsson, Kolstad (2/0).
Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (3/1).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (19/6).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (58/124).
Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest (41/56).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (94/164).
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, Skanderborg AGF (33/61).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (50/147).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon (24/74).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (83/225).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (18/18).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (13/19).
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf! Göppingen (100/44).

Aron Pálmarsson, Veszprém (182/694), verður utan leikhópsins vegna meiðsla eins og kom fram fyrst á handbolti.is í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -