Tryggvi Garðar Jónsson leikmaður Fram og Patrekur Stefánsson leikmaður KA voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ fyrr í vikunni en úrskurðurinn var birtur á vef HSÍ í gær. Leikbönnin taka gildi frá með deginum í dag sem þýðir að báðir geta þeir ekki leikið með liðum félaga sinni í næsta síðustu umferð Olísdeildar karla 19. mars.
Tryggvi Garðar hlaut útilokun með skýrslu í leik Vals og Fram í Olísdeildinni 5. mars.
Patrekur var útilokaður frá leik Stjörnunnar og KA í Hekluhöllinni 9. mars.
Gísli Jörgen Gíslason leikmaður ÍH var einnig úrskurður í eins leiks bann vegna útilokuna í viðureign ÍH og Þórs2 í 2. deild karla 9. mars.
Magnus Öder Einarsson leikmaður Fram sem fékk útilokun í viðureign Vals og Fram 5. mars var ekki úrskurðaður í leikbann. Þetta var önnur útilokun Magnúsar á skömmum tíma því hann var á dögunum úrskurðaður í bann vegna útilokunar í viðureign Fram og Stjörnunnar í úrslitum Poweradebikarsins. Magnús tók leikbannið út í leik HK og Fram laugardaginn 8. mars.
Nánar má lesa úrskurð aganefndar HSÍ frá 11. mars 2025 í frétt fyrir neðan auglýsinguna.