- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vildum sýna að sigurinn í bikarnum var ekki tilviljun

- Auglýsing -


„Þetta var geggjað ná þessum tveimur stigum. Við vildum sýna Val að sigurinn í undanúrslitum bikarsins var engin tilviljun,“ sagði Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín þegar handbolti.is hitti hana að máli eftir sigur Ölfu og samherja í Fram á Íslandsmeisturum Fram í toppslag Olísdeildar kvenna í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld, 28:26.

„Þetta var annar góður sigur hjá okkur í vikunni. Ég er stolt af liðinu. Við förum sáttar inn í restina af helginni,“ sagði Alfa Brá sem var markahæst hjá Fram í kvöld ásamt Valgerði Arnalds með sex mörk.

Eftir sigurinn munar tveimur stigum á Val og Fram í efstu tveimur sætum deildarinnar, ekki fjórum eins og kemur fram hjá spyrjandi í þessu viðtali.

Spurð hvað hafi fært Fram sigurinn sagði Alfa Brá það hafa verið varnarleikinn. Hann hafi verið góður auk þess sem liðsheildin var jöfn og góð. „Þetta var frábær liðssigur. Við héldum alltaf áfram. Þetta var mikilvægur sigur til að halda að minnsta kosti öðru sæti deildarinnar,“ sagði Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín sigurreif í Lambhagahöllinni.

Lengra viðtal við Ölfu Brá er að finna í myndskeiði hér fyrir ofan.

Framarar anda ofan í hálsmál Valsara á endasprettinum – Haukar eru einnig nærri

Meiri grimmd vantaði í okkur

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -