- Auglýsing -
- Andrea Jacobsen skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar lið hennar, Blomberg-Lippe, vann Buxtehuder SV á útivelli, 28:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Andreu var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.
- Díana Dögg Magnúsdóttir er ennþá úr leik vegna meiðsla. Hún ristarbrotnaði síðla í janúar.
- Blomberg-Lippe er áfram í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar með 27 stig eftir 19 leiki. Ludwigsburg er efst með 36 stig. Liðið hefur unnið 18 leiki en tapað einum og er sex stigum á undan Dortmund og Thüringer.
- Aldís Ásta Heimisdóttir og liðsfélagar í Skara HF halda áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni. Í gær unnu þær IF Hallby með átta marka mun á útivelli, 36:28. Aldís Ásta skoraði tvö mörk og gaf sjö stoðsendingar fyrir Skara-liðið auk þess að vera vísað einu sinni af leikvelli.
- Skara HF er í öðru sæti með 30 stig eftir 21 leik, stigi á eftir Sävehof og þremur fyrir ofan H65 Höör sem situr í þriðja sæti.
- Vilborg Pétursdóttir skoraði fimm mörk í tveggja marka sigri AIK á Boden, 25:23, í næst efstu deild sænska handknattleiksins í gær. Leikið var á heimavelli AIK í Stokkhólmi. Boden er í efsta sæti með 37 stig en Vilborg og samherjar í AIK sitja í sjötta sæti með 19 stig þegar 22 umferðum er lokið.
- Fredrikstad Bkl. vann Follo, 28:25, í 20. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna í gær. Elías Már Halldórsson er þjálfari Fredrikstad Bkl. Liðið situr í 10. sæti með 17 stig eftir 20 leiki. Þrettán lið eru eftir í deildinni.
- Auglýsing -