- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Að duga eða drepast!

Elísa Elíasdóttir landsliðskona og leikmaður ÍBV fagnar marki í leik á HM í desember. Mynd/Carina Johansen - EPA
- Auglýsing -

Ljóst er að það er að duga eða drepast fyrir landsliðskonur Íslands þegar þær glíma við Kongó um „Forsetabikarinn“ á danskri grund í kvöld. Þær verða að eiga sinn besta leik ef þær ætla að fagna sigri. Ekkert þýðir að gera mikið af mistökum. Stúlkurnar verða að leika yfirvegaðan, markvissan varnar- og sóknarleik.


Leikmenn Íslands og Kongó eiga tvö atriði sameiginleg; Þeir leika um „Forsetabikarinn“ og koma frá löndum sem eiga miklar náttúruauðlindir. Svo er það spurning hvort að það sé stjórnleysi að þær náttúruauðindir séu nýttar á réttan hátt af forystumönnum þjóðanna.

Lýðveldið Kongó, áður Belgíska Kóngó, Austur-Kongó og Zaire (1971-1997) er fimmtánda fjölmennasta ríki heims og fjórða í Afríku. 90 milljónir íbúar eru í landinu, en 380 þúsund á Íslandi. Þar búa 200 þjóðarbrot. Frumbyggjar eru um 600 þúsund. 95% íbúa landsins eru kristnir.

Kvennalið Kongó tók fyrst þátt í alþjóðlegu móti 1976; Afríkukeppninni. 1980 var landslið Kongó með á Ólympíuleikunum í Moskvu og 1982 tók Kongó þátt í heimsmeistakeppninni í Ungverjalandi; hafnaði í tólfta og neðsta sæti.

Flestir leikmenn Kongó leika með frönskum liðum.
Það er ekkert annað hjá leikmönnum landsliðanna, en að duga eða drepast. Leikmenn liðanna leika fyrir heiður þjóða sinna. Þeir sem eru sterkari andlega í miklum átökum í vörn og sókn, standa uppi sem sigurvegarar.

Mange tak. På gensyn!

Sigmundur Ó. Steinarsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -