- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aðalsteinn þjálfar Víking og verður einnig yfirmaður handknattleiksmála

Aðalsteinn Eyjólfsson er kominn til starfa hjá Víkingi. Ljósmynd/Víkingur
- Auglýsing -

Aðalsteinn Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla Víkings í handbolta og um leið yfirmaður handknattleiksmála félagsins í fullu starfi. Aðalsteinn hefur mikla reynslu sem handknattleiksþjálfari og hefur þjálfað í Þýskalandi og Sviss síðustu ár. Aðalsteinn tekur við þjálfun Víkings af Jón Gunnlaugi Viggóssyni sem sagði starfi sínu lausu í vor.

Aðalsteinn var síðast þjálfari hjá GWD Minden í Þýskalandi en var leystur frá störfum í janúar. Ár er síðan Kadetten Schaffhausen varð meistari í Sviss undir stjórn Aðalsteins og reyndar vann liðið meistaratitilinn í tvö ár í röð undir hans stjórn. Auk Minden og Schaffhausen hefur Aðalsteinn m.a. þjálfað kvennalið ÍBV og Stjörnunnar hér heima, TuS Weibern, Kassel, Eisenach, Hüttenberg og HC Erlangen.

„Ég er fullur tilhlökkunar að koma heim og taka við þjálfun Víkings. Það er einnig spennandi og skemmtileg áskorun að taka við sem yfirmaður handknattleiksmála félagsins. Víkingur er mjög stórt félag með mikla sögu í handboltanum og með fjölda iðkenda á öllum aldri. Ég skynja mikinn metnað í félaginu að komast aftur í fremstu röð í handboltanum,“ segir Aðalsteinn í tilkynningu frá Víkingi.

Þjálfarar – helstu breytingar 2024

Mikilvægur liðsstyrkur

„Við fögnum því mjög að fá Aðalstein til liðs við félagið. Þetta er einn stærsti og mikilvægasti liðsstyrkur sem Víkingur hefur fengið í handboltanum í háa herrans tíð. Aðalsteinn hefur náð frábærum árangri sem þjálfari með sterk félagslið í Þýskalandi og Sviss og fengið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í báðum þessum löndum. Víkingur bindur miklar vonir við komu Aðalsteins til félagsins og verður það hlutverk hans að koma félaginu í fremstu röð í íslenskum handknattleik á nýjan leik,“ segir Björn Einarsson, formaður Víkings í áðurnefndri tilkynningu.

„Barna – og unglingastarf félagsins í yngri flokkum í handknattleik er í miklum blóma með um 450 iðkendur og liggja mikil tækifæri samfara því með stækkun félagsins yfir í Safamýri og hverfinu sem því tilheyrir. Það eru því spennandi tímar framundan í handboltanum hjá Víkingi bæði í karla- og kvennaflokki,“ segir Björn Einarsson, formaður Víkings í áðurnefndri tilkynningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -