- Auglýsing -
Handknattleiksdeild Selfoss ætlar í fyrsta sinn að halda úti æfingum fyrir 9. flokk á komandi vetri. Flokkurinn er fyrir 5 ára börn (fædd 2017) og verða strákar og stelpur saman á æfingunum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá deildinni.
Stefnt er á að æfingarnar verði einu sinni í viku á mánudögum kl 17.15 og að þær standa yfir í 45 mínútur. Áhersla verður á leik og gleði.
Þjálfari flokksins verður Katla Björg Ómarsdóttir íþróttafræðingur og leikmaður meistaraflokks kvenna. Hún verður með aðstoðarfólk með sér. Fyrsta æfingin verður mánudaginn 5. september.
- Auglýsing -