- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Æft eftir komuna til Tallinn – 300 aðgöngumiðar seldir

Sigvaldi Björn Guðjónsson, Janus Daði Smárason, Viggó Kristjánsson, Arnar Freyr Arnarsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Orri Freyr Þorkelsson og Elliði Snær Viðarsson fyrir æfinguna í Kalevi Spordihall í Tallinn í dag. Mynd/HSÍ Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla æfði í Kalevi Spordihall fljótlega eftir að það kom til Tallinn í Eistlandi eftir miðjan dag. Á morgun fer fram síðari viðureign Eistlands og Íslands í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í janúar á næsta ári. Íslenska liðið stendur vel að vígi eftir 25 marka sigur í Laugardalshöll á miðvikudaginn, 50:25.

Eins og kom fram fyrr í dag á handbolti.is þá leika sömu leikmenn fyrir hönd Íslands í leiknum á morgun og voru í eldlínunni á miðvikudaginn.

Seldir hafa verið um 300 aðgöngumiðar á leikinn á morgun. Kalevi Spordihall rúmar 2.100 áhorfendur í sæti. Um 500 áhorfendur voru á leik þjóðanna sem fram fór Kalevi Spordihall 15. október 2022 í undankeppni EM2024. Ísland vann með 12 marka mun, 37:25. Bjarki Már Elísson var markahæstur með 12 mörk.

Hér eru nokkrar myndir frá æfingunni í Tallinn í dag.


Úrslit annarri leikja í umspili HM:

Grikkland – Holland 31:27 (13:12).
Rúmenía – Tékkland 31:30 (15:11).
Færeyjar – N-Makedónía 34:27 (18:14).
Spánn – Serbía 32:28 (15:14).
Georgía – Austurríki 25:27 (12:12).
Litáen – Ungverjaland 26:33 (14:16).
Pólland – Slóvakía 28:29 (15:16).
Slóvenía – Sviss 26:27 (15:12).
Ítalía – Svartfjallaland 32:26 (16:15).
Portúgal – Bosnía 29:19 (14:10).

Handbolti.is fylgist með leiknum í textalýsingu. Einnig viðureignin send út á RÚV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -