- Auglýsing -
- Auglýsing -

Æft í Hannover áður farið verður til Kristianstad í kvöld

Aron Pálmarsson fyrirliði og Ýmir Örn Gíslason eru á meðal leikmanna íslenska landsliðsins í handknattleik. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Um miðjan dag taka leikmenn íslenska landsliðsins og starfsmenn liðsins saman föggur sínar í Hannover í Þýskalandi og fara áleiðis til flugvallar borgarinnar hvar þeir stíga upp í flugvél sem fer til Kastrupflugvallar í Kaupmannahöfn. Frá Kastrup heldur hópurinn áfram eins og leið liggur til Kristianstad í Svíþjóð þar sem fyrstu þrír leikir íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu fara fram. Sá fyrsti verður á fimmtudagskvöld gegn Portúgal.

Seint í náttstað

Reikna má með að íslenski hópurinn verða ekki kominn í svefnstað í Kristianstad fyrr en seint í kvöld, jafnvel ekki fyrr en nokkuð eftir miðnætti.


Íslenski hópurinn hefur dvalið við góðan kost í Þýskalandi síðan á föstudaginn og tók m.a. þátt í tveimur vináttuleikjum við þýska landsliðið á laugardag og sunnudag. Annar leikurinn vannst, 31:30, en sá síðari tapaðist 33:31.

Ekkert babb komið í bátinn

Í gær var æft í keppnishöll í Hannover og þegar þetta er ritað að morgni þriðjudags er íslenska landsliðið á leiðinni á aðra æfingu áður en farið verður að huga að brottför frá Hannover. Ekki er vitað til þess að babb hafi komið í bátinn við undirbúninginn fyrir heimsmeistaramótið.

Æft í keppnishöllinni

Á morgun verður æft í Kristianstad Arena sem er hið besta mannvirki og rúmar m.a. um 5.000 áhorfendur í sæti. Kristianstad Arena hefur áður hýst leiki stórmóta í handknattleik, m.a. HM karla 2011 og EM kvenna 2016.

D-riðill (Kristianstad)
12. janúar:
Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Portúgal, kl. 19.30.
14. janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16. janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.

Leikjadagskrá HM – smellið hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -