Gríska liðið AEK Aþena vann serbneska liðið RK Partizan AdmiralBet, 27:22, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í gær. Leikið var í Aþenu. Liðin mætast á nýjan leik eftir viku. Sigurliðið úr einvíginu mætir annað hvort Haukum eða bosníska meistaraliðinu HC Izvidac í undanúrslitum. Haukar unnu fyrri viðureignina á Ásvöllum í gær með þriggja marka mun, 30:27.
Corsovic var með
Miodrag Corsovic, sem lék með Val fyrri hluta keppnistímabilsins er leikmaður RK Partizan AdmiralBet. Hann skoraði ekki mark í Aþenu í gær en var fastur fyrir í vörninni og var tvisvar vikið af leikvelli í tvær mínútur.
Tveir leikir í dag
Tvær viðureignir fara fram í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í dag. Olympiakos, sem lék til úrslita og tapaði fyrir Val í keppninni fyrir ári, tekur á móti Runar frá Sanderfjord í Noregi í Aþenu í dag og rúmenska liðið, CS Minaur Baia Mare, mætir HC Alkaloid frá Norður Makedóníu. Kiril Lazarov, landsliðsþjálfari Norður Makedóníu er einnig þjálfari HC Alkaloid
Sjá einnig: Förum brosandi til Bosníu og gerum okkar besta
Þriggja marka sigur á bosnísku meisturunum