- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afnemið sjö á móti sex regluna strax, segir Alfreð

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla segir sjö-á-móti-sex regluna eyðileggja handknattleikinn. Hann vill að reglan verði afnumin. „Ég tel þessa reglu vera mikinn ljóður á íþróttinni, skemmdarverk. Ég er sannfærður um að yfir 80 prósent allra þjálfara eru á móti þessu. Að mínu mati er sjö-á-móti-sex leiðinlegur handbolti,“ segir Alfreð í samtali við nýjasta hefti vikuritsins Handballwoche.

Tekin upp fyrir níu árum

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, innleiddi regluna fyrir níu árum. Hún heimilar sóknarliði að skipta út markverði fyrir útileikmann án þess að hann þurfi að vera sérstaklega merktur. Þar með leikur lið með sjö sóknarmenn gegn sex varnarmönnum andstæðinganna til að mynda yfirtölu. Hins vegar hefur þessi taktíska útfærsla einnig haft í för með sér að skoruð eru mörg mörk í autt markið.

Óvinsælasta reglan

Þó að mörg lið noti sjö-á-móti-sex hefur þessi leikstíll verið gagnrýndur frá því hann var innleiddur og telst vera óvinsælasta reglan í handboltanum er þó af ýmsu að taka. Nýlega gagnrýndi Stefan Kretzschmar regluna harkalega í samtali við Dyn sem sér um útsendingar frá kappleikjum þýsku 1. deildarinnar í karlaflokki.

Kretzschmar er á sama máli

„Reglan fer hræðilega í taugarnar á mér. Ég hef minni áhuga en áður að fylgjast með leikjum. Ég skora á handknattleiksforystuna að afnema regluna. Afnemið sjö-á-móti-sex,“ sagði Kretzschmar en hann er fyrrverandi landsliðsmaður og nú íþróttastjóri hjá Füchse Berlin.

Sérstaklega eru það veikari félagslið og landslið sem nýta sér regluna í meira mæli gegn ofjörlum sínum. Stundum er henni einnig beitt ef lið eru manni fleira eða færri.

„Það verður að leggja þessa reglu niður. Bara vegna þess að lið kunna ekki að leika almennilegan handbolta og hafa ekki nógu marga góða handboltamenn þá á ekki veita þeim heimild til þess að tefla fram aukamanni,“ sagði Kretzschmar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -