Baráttan heldur áfram um sæti í útsláttakeppni Meistaradeildar kvenna þegar að 10. umferð fer fram um helgina.
B-riðill býður upp á tvo hörkuleiki í þessari umferð þar sem að Györ tekur á móti Metz á laugardaginn en ungverska liðið er enn taplaust í Meistaradeildinni. Á sunnudaginn er það leikur CSKA frá Rússlandi og Vipers en norska liðið hefur unnið fjóra leiki í röð.
Í A-riðli vonast leikmenn Rostov-Don til þess að bæta fyrir tap liðsins í síðustu umferð þegar að það mætir Dortmund en á sama tíma mætast CSM og Buducnost þar sem að stórskytta CSM, Cristina Neagu mun mæta sínu gamla félagi í fyrsta skipti.
Kórónuveiran heldur áfram að setja strik í leikjadagskrána þar sem að tveimur viðureignum hefur verið frestað.
Leikir helgarinnar
A-riðlill
Dortmund – Rostov-Don | Laugardagur kl 17.00 | Beint á EHFTV.com
- Þetta er leikur á milli bestu sóknarinnar (Dortmund) og bestu varnarinnar (Rostov-Don).
- Rostov hefur tapað þremur leikjum á þessari leiktíð en eftir hvern tapleik hefur komið sigurleikur í kjölfarið.
- Rússneska liðið hefur unnið síðustu tíu viðureignir gegn þýskum liðum í Evrópukeppnum en síðasti tapleikur gegn þýsku liði var á móti Buxtehuder í mars 2014.
- Þýska liðið verður án stórskyttunnar Alinu Grijseels en hún nefbrotnaði á dögunum og þá er óljóst hvort að Jennifer Gutierrrez vinstri hornamaður liðsins geti tekið þátt en hún greindist með kórónuveiruna í síðustu viku.
- Dortmund hefur tapað tvisvar sinnum á heimavelli á þessari leiktíð en Rostov hefur aðeins tekist að vinna einn útileik.
Buducnost – CSM Búkaresti | Laugardagur kl 17.00 | Beint á EHFTV.com
- Cristina Neagu er að fara mæta sínum gömlu félögum í Buducnost í fyrsta skipti frá því að hún yfirgaf liðið fyrir fjórum árum.
- Buducnost hefur aðeins unnið einn af níu leikjum til þessa en sá sigurleikur kom gegn Brest.
- Buducnost er í sjöunda sæti riðilsins, sex stigum á eftir CSM sem er í því sjötta.
Þetta er fyrsti leikur CSM í Meistaradeildinni á þessu ári þar sem að leiknum gegn Brest var frestað um síðustu helgi. - Buducnost hefur aðeins unnið eina af fjórum viðureignum gegn CSM og auk þess sem liðinu hefur aldrei tekist að vinna í Rúmeníu.
Brest – FTC | Sunnudagur kl 15.00 | Beint á EHFTV.com
- Brest er eitt af þremur liðum ásamt Esbjerg og Györ sem hefur ekki enn tapað á heimavelli.
- Emily Bölk hefur átt mjög gott tímabil með FTC. Hún skoraði 17 mörk í síðustu tveimur leikjum og er komin með 54 mörk á tímabilinu.
- Brest þarf nauðsynlega á sigri að halda að þessu sinni ef það ætla að berjast um tvö efstu sætin í riðlinum.
- FTC vann fyrri viðureign liðanna með minnsta mögulega mun, 28-27.
B-riðill
Györ – Metz | Laugardagur kl 15.00 | Beint á EHFTV.com
- Þetta er fyrsti leikur beggja liða á árinu 2022.
- Györ er eina liðið sem formlega hefur tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni.
- Fimmfaldir meistararnir í Györ hafa unnið alla sína leiki til þessa í keppninni auk þess að hafa skorað flest mörkin á keppnistímabilinu, 278.
- Metz situr í þriðja sæti riðilsins með 12 stig, fjórum minna en Györ en franska liðið hefur þó unnið alla fjóra útileiki sína til þessa.
- Györ vann fyrri leik liðanna, 33-29, sem fram fór í Frakklandi.
Krim – Odense | Sunnudagur kl. 15.00 | Beint á EHFTV.com
- Krim er í harðri baráttu um sæti í útsláttarkeppninni en það eru í sjötta sæti í riðlinum með fimm stig, fjórum stigum á eftir Odense í fimmta sæti.
27-27 jafntefli gegn CSKA um síðustu helgi var fyrsta jafntefli Odense í Meistaradeildinni. - Odense hefur aðeins unnið einn heimaleik á leiktíðinni en það var einmitt gegn Krim.
- Krim hefur tapað þremur af fjórum heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni.
CSKA – Vipers | Sunnudagur kl 15.00 | Beint á EHFTV.com
- CSKA er í fjórða sæti riðilsins með tíu stig.
- Vipers vann Sävehof auðveldlega um síðustu helgi en það var jafnframt fjórði sigurleikurinn í röð. Vipers er í öðru sæti riðilsins með 12 stig.
- 42-23 sigur gegn Sävehof er stærsti sigur Vipers í Meistaradeildinni. Það var einnig í fyrsta skipti sem liðið skorar fleiri en 40 mörk í leik í keppninni.
- Elena Mikhaylichenko skoraði 10 mörk fyrir CSKA í fyrri leik liðanna þegar rússneska liðið hafði betur 27-24.
- Eftir að hafa skorað sjö mörk um síðustu helgi þá er Nora Mörk orðin markahæst í Meistaradeildinni með 68 mörk.