- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram er á brattann að sækja

Ágúst Eli Björgvinsson, markvörður Kolding og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þótt Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður, léti til sín taka í kvöld þá nægði það eitt og sér ekki til þess að Kolding krækti í stig er það mætti Frederica í dönsku úrvalsdeildinni. Ágúst og félagar máttu bíta í það súra epli að tapa með fjögurra marka mun á heimavelli, 31:27, eftir að hafa átt á brattann að sækja frá upphafi leiks.

Ágúst Elí varði 10 skot, 32%, þann tíma sem hann stóð á milli stanganna í marki Kolding. Hann skoraði einnig eitt mark.


Þetta var eini leikur kvöldsins af þeim sjö sem fyrirhugaðir voru í dönsku úrvalsdeildinni. Öðru var slegið á frest vegna covid19 veikinda hjá flestum liðum deildarinnar. Til stendur að leika heila umferð á fimmtudaginn. Í ljós ástandsins er ekki ástæða til bjartsýni að allir þeir leikir fari fram. Þá á Kolding að sækja heim neðsta lið deildarirnnar, Nordsjælland. Kolding situr í 13. sæti af 15.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -