- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aftur var sigurgangan stöðvuð í Óðinsvéum

Karolina Kochaniak-Sala leikmaður Zaglebie Lubin sækir að vörn Esbjerg í leik liðanna í Meistaradeildinni um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Annað árið í röð var endir bundinn á sigurgöngu þýska meistaraliðsins Bietigheim í Meistaradeild kvenna í handknattleik með heimsókn til Óðinsvéa. Eftir fimm sigurleiki í upphafi keppninnar steinlá Bietigheim fyrir Odense Håndbold með 13 marka mun eftir að allar flóðgáttir opnuðust í vörn liðsins í síðari hálfleik.


Ekki gekk eins vel hjá öðru dönsku liði um helgina. Ikast, sem hafði komið mörgum á óvart með sigri í fyrstu fimm leikjum sínum tapaði fyrir FTC í Búdapest, 37:36. Um leið var þetta fyrsti sigur FTC í Meistaradeildinni á leiktíðinni.

Ungverska stórliðið Györ heldur sínu striki í keppninni og vann sinn sjötta leik í heimsókn til Partille í Svíþjóð. Rapid Búkarest lagði Krim frá Ljubljana. Þetta var annar tapleikur Krim í röð og virðist sem að leikmenn liðsins hafi misst niður dampinn eftir góða byrjun í Meistaradeildinni í haust.

Áfram gengur á ýmsu hjá Evrópumeisturum síðustu þriggja ára, Vipers frá Kristiansand í Noregi. Það réð ekki við vaska leikmenn franska meistaraliðsins Metz, alltént ekki í síðari hálfleik þegar taflið snerist í viðureign liðanna.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:
Buducnost – CSM Bucaresti 24:29 (12:17).
Odense Håndbold – Bietigheim 42:29 (18:14).
IK Sävehof – Györi 26:29 (8:13).
DVSC Schaeffler – Brest Bretagne 31:24 (15:14).
Staðan:

Standings provided by Sofascore

B-riðill:
Vipers Kristiansand – Metz 34:36 (17:14).
FTC – Ikast 37:36 (20:17).
Rapid Bucaresti – Krim Mercator 27:22 (15:13).
Zaglebie Lubin – Team Esbjerg 24:36 (14:17).
Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -