- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert gefið eftir – sjötta umferð Meistaradeildar

Dione Housheer leikmaður Odense sækir að Kari Brattset liðsmanni Györ í leik liðanna í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sjötta umferð Meistaradeildar kvenna fer fram um helgina. Leikmenn þýska meistaraliðsins Bietigheim stefnir að því að lengja sigurgöngu sína þegar þeir fá danska liðið Odense heim í leik umferðarinnar. Leikmenn Bietigheim eiga reyndar ekki góðar minningar frá síðustu heimsókn sinni til heimabæjar H.C. Andersen. Sigur hjá Bietigheim og Györ færðu liðunum efsta sæti A-riðils.

Í B-riðli munu ríkjandi meistarar Vipers freista þess að komast aftur á sigurbraut með heimsókn til franska meistaraliðsins Metz.

Ikast, sem allra liða hefur komið mest á óvart, ferðast til Erd þar sem danska liðið freistar þess að framlengja sigurgöngu sína með sigri á ungverska liðinu FTC. Á sama tíma gera leikmenn FTC allt sem í þeirra valdi stendur til að ná vopnum sínum á nýjan leik eftir slaka upphafsleiki í keppninni.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

DVSC – Brest | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Þetta er 90. leikur Brest í Meistaradeild kvenna. Liðið hefur unnið 38 af þeim, gert 14 jafntefli, tapað 37.
  • Öll fjögur stig franska liðsins í riðlinum til þessa hafa fengist á útivelli.
  • Alexandra Töpfner leikmaður DVSC hefur bestu nýtinguna á vítalínunni til þessa. Hún hefur skorað úr 16 af 18 vítum liðsins.
  • Þessi lið hafa fæstar stoðsendingar í riðlakeppninni til þessa, alls 40.

Sävehof – Györ | sunnudagur kl. 13 | Beint á EHFTV

  • Liðin hafa átt misjöfnu gengi að fagna í riðlinum til þessa, Sävehof hefur tapað öllum sínum leikjum á meðan Györ hefur unnið hverja einustu viðureign.
  • Györ er með bestu vörnina til þessa. Liðið hefur aðeins fengið á sig 117 mörk eða 23,4 að meðaltali í leik.
  • Sigri Györ í þessum leik þá verður það sjötti sigurleikur liðsins. Sex sinnum í sögunni hefur Györ unnið sex leiki í röð í Meistaradeildinni.
  • Liðin hafa mæst átta sinnum áður og hefur ungverska liðið haft betur í þeim öllum.
Petra Vamos leikmaður DVSC sækir að vörn Buducnost í leik liðanna um síðustu helgi. Mynd/EPA

Buducnost – CSM Búkarest | sunnudagur kl. 13 | Beint á EHFTV

  • CSM hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum og möguleiki á öðru af tveimur sætunum í riðlinum virðast fjarlægur en liðið er sex stigum á eftir Györ og Bietigheim.
  • Buducnost eru enn að bíða eftir að ná 160. sigurleiknum í keppninni en það hefur tapað fjórum af fyrstu fimm leikjunum í Meistaradeildinni.
  • Cristina Neagu snýr aftur til Podgorica en hún spilaði með Buducnost 2013 – 2017 þar sem hún var í sigurliði Meistaradeildarinnar 2015.
  • Buducnost hefur skorað fæst mörk til þessa í Meistaradeildinni ásamt pólska liðinu Lubin. Hvort lið hefur skorað 118 mörk.
  • Liðin hafa mæst fimm sinnum áður. CSM hefur sigrað þrívegis, Buducnost sigrað einu sinni og einum leik hefur lokið með jafntefli

Odense – Bietigheim | sunnudagur kl. 15 | Beint á EHFTV

  • Þýska liðið hefur ekki góða reynslu af því að ferðast til Óðinsvéa en liðið tapaði þar í fyrra eftir fimm leikja sigurhrinu. Tapið var upphafið að ógöngum sem liðið rataði í á síðustu leiktíð í Meistaradeildinni.
  • Karolina Kudlacz-Gloc leikmaður Bietigheim er markahæst eftir fimm umferðir með 37 mörk, 80,4% skotnýtingu.
  • Þýska liðið hefur fengið á sig 123 mörk í fyrstu fimm leikjunum, aðeins Györ hefur fengið færri mörk á sig eða 117.

B-riðill:

Rapid Búkarest – Krim | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Rapid hefur byrjað brösuglega á þessari leiktíð en þær hafa aðeins unnið einn leik og gert eitt jafntefli í fyrstu fimm umferðunum.
  • Þriggja leikja sigurhrinu Krim var stöðvuð um síðustu helgi þegar að liðið tapaði fyrir Ikast.
  • Krim er með þriðju bestu sóknina í Meistaradeildinni. Liðið hefur skorað 157 mörk.
  • Sorina Marina Grozav er markahæst í liði Rapid með 18 mörk.
  • Liðin hafa mæst tvisvar sinnum áður og unnið í sitthvort skiptið.

Lubin – Esbjerg | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Lubin ásamt Sävehof eru einu liðin í Meistaradeildinni sem eru enn án stiga.
  • Esbjerg vonast til að vinna sinn fjórða leik í röð eftir að hafa sigrað FTC, Vipers og Metz.
  • Sanna Solberg vinstri hornamaður Esbjerg framlengdi samning sinn við félagið á dögunum til ársins 2026.
  • Karolina Kochaniak-Sala vinstri skytta pólska liðsins er markahæst með 16 mörk.
  • Liðin hafa aldrei áður mæst í Evrópukeppnum.

FTC – Ikast | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • FTC hefur tapað fjórum leikjum og gert eitt jafntefli á þessari leiktíð. Það er versta byrjun félagsins frá tímabilnu 1994/95.
  • Ikast er eina taplausa liðið í B-riðli og hefur einnig skorað flest mörk í Meistaradeildinni, 157.
  • Andrea Lekic er markahæst í liði FTC með 29 mörk
  • FTC hefur aldrei unnið Ikast en liðin eru að mætast í sjötta skipti.

Vipers – Metz | sunnudagur kl. 15 | Beint á EHFTV

  • Leikmenn Metz vonast til að vinna þriðja leikinn í röð. Markmið Vipers hlýtur að vera að komast aftur á sigurbraut en liðið hefur ekki náð að vinna tvo síðustu leiki sína í riðlakeppninni. Vipers hefur unnið Meistaradeildina síðustu þrjú ár.
  • Leikurinn verður barátta á milli tveggja bestu markvarða Meistaradeildarinnar. Katrine Lunde markvörður Vipers hefur varið 68 skot en Hatadou Sako markvörður Metz hefur varið 62 skot.
  • Anna Vyakhireva, leikmaður Vipers, er næst markahæst í Meistaradeildinin með 32 mörk.
  • Þessi lið mættust síðast í undanúrslitum Final4 árið 2022 og hafði norska liðið betur, 33 – 27.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -