Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson hefur skrifað undir nýjan samning við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg sem gildir út leiktíðina 2026. Ágúst Elí hefur verið hjá félaginu frá 2022 er hann kvaddi Kolding sem einnig leikur í úrvalsdeildinni dönsku. Á keppnistímabilinu er Ágúst Elí með 29% hlutfallsmarkvörslu auk þess sem hann hefur skorð þrjú mörk.
Þar með hafa báðir Íslendingarnir í herbúðum Ribe-Esbjerg samið við félagið til tveggja ára í viðbót. Í september skrifað Elvar Ásgeirsson nýjan samning en hann gekk til liðs við Ribe-Esbjerg á sama tíma og Ágúst Elí.
Ribe-Esbjerg situr í sjötta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og varð m.a. fyrst til þess að leggja Aalborg Håndbold að velli á leiktíðinni.
Ágúst Elí er einn þeirra markvarða sem er í 35 manna hópi landsliðsins sem valinn var í lok nóvember. Hann var hinsvegar ekki kallaður inn í keppnishópinn sem nú er í Þýskalandi. Ágúst hefur átt sæti í landsliðinu á nokkrum stórmótum frá 2018 og var síðast í hópnum á HM fyrir ári. Alls hefur Ágúst Elí klæðst landsliðspeysunni í 48 skipti.
Ágúst Elí lék með FH upp alla yngri flokki og upp í meistaraflokk. Hann gekk til liðs við Sävehof í Svíþjóð sumarið 2018 og var hjá félaginu í tvö áður hann færði sig yfir til Jótlands.