- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Áhyggjuefni fyrir Alfreð?

- Auglýsing -

Óvissa ríkir um þátttöku Nils Lichtlein, leikmanns þýska landsliðsins og Füchse Berlín, á Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Lichtlein glímir við meiðsli en ferðaðist samt sem áður með liðinu til Herning í Danmörku, þar sem Þýskaland er í A-riðli með Spáni, Austurríki og Serbíu.

Lichtlein er 23 ára leikstjórnandi og hægri skytta. Hann meiddist á síðustu æfingu Þýskalands, sem Alfreð Gíslason þjálfar, áður en hópurinn hélt frá Hannover til Danmerkur.


Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Þýskalandi kemur fram að myndataka hafi leitt í ljós meiðsli framan á vinstri fæti Lichtlein.

Þetta er synd og skömm fyrir Nils sem sýndi einu sinni enn í seinni leiknum gegn Króatíu hversu mikil áhrif hann getur haft á liðið, sagði Benjamin Chatton, liðsstjóri þýska landsliðsins, í tilkynningunni.

Þrátt fyrir að Lichtlein hafi ferðast með liðinu ríkir mikil óvissa um hvort hann geti tekið nokkurn þátt á Evrópumótinu, sem hefst á fimmtudaginn.

EM 2026.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -