- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Akureyringurinn sló ekki feilnótu

Oddur Gretarsson kveður Balingen-Weilstetten í sumar eftir sjö ára veru. Mynd/Balingen Weilstetten
- Auglýsing -

Segja má að Akureyringurinn Oddur Gretarsson hafi ekki slegið feilnótu í dag þegar hann fór á kostum í fimm marka sigri Balingen-Weilstetten í heimsókn til Eintracht Hagen í þýsku 2. deildinni í handknattleik, 34:29. Oddur skoraði 10 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Fjögur markanna skoraði Oddur frá vítalínunni.


Daníel Þór Ingason lét einnig til sín taka í leiknum en hann er samherji Odds hjá Balingen og hefur nýverið framlengt samning sinn við félagið. Daníel Þór skoraði tvö mörk í fimm skotum, átti þrjár stoðsendingar og var einnig vel á verði í vörninni. Var honum einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur fyrir að láta hendur standa hressilega fram úr ermum.


Balingen-Weilstetten heldur enn góðu forskoti í efsta sæti 2. deildar með 31 stig eftir 18 leiki og er sex stigum framar en Eisenach sem er í öðru sæti. Annars er stöðuna í deildinni að finna neðst í þessari grein.

Stórleikur Tuma Steins

Stórleikur Tuma Steins Rúnarssonar fyrir Coburg í dugði því miður skammt þar sem samherjar hans voru enn ekki búnir að jafna sig eftir jólasteikina. Coburg steinlá á heimavelli fyrir HC Motor, 30:23, en HC Motor hefur ekki oft fagnað sigri á leiktíðinni. Roland Eradze er aðstoðarþjálfari HC Motor sem var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:9.


Tumi Steinn skoraði níu mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, fyrir lið Coburg og var markahæsti leikmaðurinn valllarins í HUK-COBURG arena. Einnig átti hann þrjár stoðsendingar.

Seigir á endasprettinum

Sveinn Andri Sveinsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Empor Rostock sótti eitt stig í heimsókn í Hansehalle, heimavöll Lübeck-Schwartau, 27:27. Sveinn Andri og félagar hresstust á lokaspretti leiksins og skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkunum.


Hafþór Már Vignisson hafði hægt um sig í leiknum. Hann átti eitt markskot sem missti marks og eina stoðsendingu. Akureyringurinn er samherji Sveins Andra.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -