- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldís Ásta í undanúrslit – Berta og Jóhanna úr leik

Aldís Ásta Heimisdóttir handknattleikskona hjá Skara HF í Svíþjóð. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Aldís Ásta Heimisdóttir og liðsfélagar í Skara HF eru komnar í undanúrslit í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir þriðja sigurinn á Kristianstad HF, 41:40, í gær. Leikinn þurfti að framlengja og þar á eftir að efna til vítakeppni svo hægt væri að fá fram hreinar línur. Jafntefli er ekki tekin góð og gild í úrslitakeppninni.


Aldís Ásta skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar í leiknum í gær. Hún skoraði úr einu vítakasti.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad, þar af eitt úr vítakasti. Einnig gaf Jóhanna tvær stoðsendingar. Berta Rut Harðardóttir skoraði eitt mark.

Kristianstad er þar með úr leik en Skara heldur áfram keppni og mætir annað hvort Skuru eða VästeråsIrsta í undanúrslitum. Skuru hefur tvo vinninga í rimmunni við VästeråsIrsta. Þriðji leikurinn fer fram í kvöld.

Undanúrslitin hefjast um miðjan apríl.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -