- Auglýsing -
Valur mætir spænska liðinu Elche frá Alicante í Evrópubikarkeppni EHF í 32 liða úrslitum í byrjun desember.
Fimm sinnum í gegnum tíðina hafa íslensk kvennalið leikið gegn liðum frá Spáni í Evrópukeppni félagsliða, en aldrei hafa leikmenn liðanna frá Spáni stigið fæti á jörð á Íslandi. Í öll fimm skiptin hafa íslensku liðin leikið báða leikina á Spáni.
- Stjarnan lék báða leiki sína gegn Alcala Pegaso í City Cup 1993-1994 á Spáni og tapaði þeim, 21:28 og 17:22. Ragnheiður Stephensen skoraði 11 mörk í seinni leiknum.
- Víkingur lék báða leiki sína gegn Valencia á Spáni í Evrópukeppni meistaraliða 1993-1994 og tapaði báðum, 16:26 og 10:29.
- Valur lék báða leiki sína gegn Valencia í EHF-bikarkeppninni 2012-2013 í Valencia og vann báðar viðureignir örugglega, 27:22 og 37:25. Þorgerður Anna Atladóttir skoraði 8 mörk í fyrri leiknum, en 7 mörk í seinni leiknum eins og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
- ÍBV lék báða leiki sína gegn Costa de Sol Málaga á Spáni í 8-liða úrslitum í Evrópubikarkeppni EHF 2021-2022 og tapaði þeim báðum, 23:34 og 27:34.
- KA/Þór lék báða leiki sína gegn Elche, liðinu sem Valur mætir, í Alicante í Evrópubikarkeppni EHF 2021-2022. KA/Þór tapaði fyrri leiknum, 18:22, en vann þann síðari, 22:21. Unnur Ómarsdóttir skoraði 8 mörk í seinni leiknum, fyrir fyrir framan 650 áhorfendur.
Aldrei áður til Portúgal
ÍBV drógst gegn portúgalska liðinu Madeira í Evrópubikarkeppni EHF, 32-liða úrslitum. Íslenskt kvennalið hefur aldrei leikið gegn liði frá Portúgal í Evrópukeppni.
- Íslensk lið hafa leikið 179 leiki í Evrópukeppninni gegn liðum frá 34 þjóðum.
- Nú er stóra spurningin; leikur Valur báða leikina á Spáni, og ÍBV báða leikina á Madeira?
- Auglýsing -