Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar í Team Tvis Holstebro létu næst neðsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar, Lemvig, ekki vefjast fyrir sér í kvöld í 10. umferð deildarinnar þegar liðin leiddu saman hesta sína í Holstebro.
Heimamenn voru með öll tromp á hendi frá upphafi til enda. Þeir unnu með sjö marka mun, 30:23, og eru þar með komnir upp í fjórða sæti deildarinnar, hafa 13 stig eftir 10 leiki. Staðan í hálfleik var 16:10, Holstebro í hag.
Óðinn Þór skoraði tvö mörk úr jafnmörgum tilraunum.
Mörk Holstebro : Aaron Mensing 6, Christoffer Cichosz 6, Tobias Bay 4, Johan Meklenborg 3, Jonas Porup 3, Mathias Porsholdt 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Jesper Munk 1, Emil Jensen 1, Sebastian Frandsen 1, Allan Damgaard 1.
Mörk Lemvig : Jesper Kokholm 6, Thomas Damgaard 5, Frederik Iversen 4, Sasser Sonn 3, Christian Holm 1, Rasmus Porup 1, Nicolaj Spanggaard 1, Jonas Langerhuus 1, Mark Nikolajsen 1.
Staðan í úrvaldeild karla í Danmörku.