- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alexander verður ekki í banni gegn Flensburg

Alexander Örn Júlíusson verður með Val gegn Flensburg í næstu vikur. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Alexander Örn Júlíusson verður gjaldgengur með Íslandsmeisturum Vals gegn þýska liðinu Flensburg-Handewitt í Evrópudeildinni í handknattleik á þriðjudaginn í næstu viku. Aganefnd Handknattleikssambands Evrópu tilkynnti um þetta rétt fyrir hádegið.


Í tilkynningu EHF segir að engar sannanir hafi komið fram um að Alexander Örn hafi brotið hættulega af sér í viðureign Benidorm og Vals 1. nóvember. Þar af leiðandi verði Alexander ekki gerði frekari refsing en sú sem hlaut með útilokun á 18. mínútu vegna hins meinta leikbrots.


Eins og handbolti.is sagði frá í síðustu viku átti Alexander Örn yfir höfði sér leikbann vegna útilokunnar frá fyrrgreindum leik. Dómarar töldu hann hafa slegið til sóknarmanns Benidorm. Valsmenn mótmæltu kröftulega og sendu frá sér greinargerð til aganefndar EHF auk upptöku af leiknum og hinu meinta atviki. Þar var sýnt fram á að Alexander Örn braut ekki af sér með þeim hætti sem dómarar lýstu í skýrslu sinni.


Aganefnd EHF féllst á rökstuðning Valsmanna og greinargerðina.


Alexander Örn er þar með gjaldgengur með Valsliðinu í stórleiknum við þýska liðið í 3. umferð Evrópudeildarinnar þegar flautað verður til leiks í Origohöllinni á þriðjudaginn í næstu viku. Um gleðitíðindi er að ræða enda er Alexander Örn einn öflugasti varnarmaður Valsliðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -