- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð og þýska liðið eru í góðum málum – Hagur Belga vænkaðist

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska landsliðið er að minnsta kosti komið með annan fótinn áfram í milliriðil með fjögur stig eftir sigur á Serbum, 34:33, í hörkuleik í Katowice í kvöld. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni, gegn fyrirfram töldum tveimur af þremur sterkustu liðunum í E-riðli. Þýska liðið mætir Alsír í lokaumferðinni á þriðjudaginn.


Serbar voru aldrei yfir í leiknum í Katowice. Þeir voru einu til fjórum mörkum á eftir frá upphafi og tveggja marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 19:17. Serbar lögðu allt í sölurnar undir lokin en allt kom fyrir ekki. Þjóðverjum tókst ekki að skora í tveimur síðustu sóknum sínum en bjuggu vel að þriggja marka forskoti, 34:31, sem náðist tveimur mínútum fyrir leikslok.


Miklu munaði að Joel Birlehm markvörður þýska landsliðsins varði afar vel í síðari hálfleik, alls 11 skot, m.a. mikilvæg skot á síðustu mínútunum úr opnum færum.


Lukas Mertens var markahæstur í þýska liðinu með sjö mörk. Johannes Golla var næstur með sex mörk. Lazar Kukic var markahæstur hjá Serbum með sjö mörk.

Fyrsti sigur nýliðanna

Belgar, sem taka þátt í HM í fyrsta skipti, stigu mikilvægt skref í átt að milliriðlum þegar þeir lögðu Túnisbúa, 31:29, í fyrri leiknum í kvöld í H-riðli Malmö. Belgar stóðust pressuna undir lokin og tókst að skora tvö síðustu mörkin þrátt fyrir ákafa pressu frá liði Túnis sem gerði jafntefli við Barein í fyrstu umferð.


Norður Makedóníumenn standa höllum fæti í F-riðli eftir 10 marka tap fyrir Hollendingum, 34:24, í Kraká í F-riðli.

Hollendingar eru í góðum málum með fjögur stig eftir tvo leiki. Þeir mæta Norðmönnum á þriðjudaginn. Argentínumenn glíma við Norður Makedóníumenn. Kostadin Petrov línumaður Þórs á Akureyri lék ekki með landsliði Norður Makedóníu í dag.


Egyptar eru einnig í vænlegri stöðu í G-riðli eftir stórsigur, 30:19, á Marokkóbúm í Jönköping. Egyptar eru með fjögur stig og geta farið að velta fyrir sér milliriðlakeppninni.


Úrslit, staðan, leikjadagskrá HM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -