- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Alfreð stýrði þýska landsliðinu í 100. sinn í Zagreb – 65 sigurleikir

- Auglýsing -

Alfreð Gíslason stýrði þýska karlalandsliðinu í 100. sinn í Zagreb í gærkvöld og fagnaði 65. sigrinum í leikslok gegn landsliði Króatíu, 32:29. Alfreð var ráðinn snemma árs 2020 eftir að Christian Prokop var leystur frá störfum eftir Evrópumótið sem haldið var í Austurríki, Noregi og Svíþjóð rétt áður en covid-faraldurinn skall á.

Munaði mjóu

Eins og kom fram á sínum tíma mátti litlu muna að Alfreð tæki við rússneska landsliðinu. Fór hann m.a. í heimsókn til Moskvu og fylgdist með leik og átti samtöl við forráðamenn rússneska landsliðsins. Á leiðinni heim frá Rússlandi fékk hann símtal frá stjórnanda þýska handknattleikssambandsins sem lýsti yfir áhuga á að fá Alfreð til starfa sem landsliðsþjálfara Þýskalands. Vart hefur Alfreð þurft að hugsa sig lengi um.

Fyrsti leikurinn í nóvember

Vegna heimsfaraldurs covid stýrði Alfreð ekki þýska landsliðinu fyrr en í nóvember 2020. Þjóðverjar unnu Bosníu-Herzegóvínu, 25:21, í fyrsta leiknum með Alfreð við stjórnvölinn. Nokkrum dögum síðar unnu Alfreð og lærisveinar Eistland, 35:23. Báðir leikir fóru fram fyrir luktum dyrum vegna covid. Í 100. leiknum í gærkvöld voru áhorfendurnir 15.200 sem troðfylltu Zagreb Arena.

Í 100 leikjum undir stjórn Alfreðs hefur þýska landsliðið unnið 65 leiki, gert 7 jafntefli en tapað 28 sinnum. Fengið 1,37 stig að jafnaði í leik. Silfur á Ólympíuleikunum 2024 og fjórða sæti á EM 2024. Þetta kemur fram í samantekt Handball-World.

Alfreð, sem er 66 ára gamll, er samningsbundinn þýska handknattleikssambandinu fram á næsta ár. Hann skrifaði undir nýjan starfssamning eftir forkeppni Ólympíuleikana vorið 2024.


Samantekinn árangur landsliðsþjálfara Þýskalands frá 1992 til dagsins í dag.

ÁrÞjálf.LeikirSigrarJafnt.TöpSi.hlf.%Stig í leik
1992-1993Armin Emrich22125555,451,32
1993-1996Arno Ehret1056473460,951,28
1997-2011Heiner Brand3992473611661,91,33
2011-2014Martin Heuberger533041956,61,21
2014-2017Dagur Sigurðsson624821277,421,58
2017-2020Christian Prokop36245766,671,47
2020-2026Alfreð Gíslason1006572865,01,37

EM 2026.

A-landslið karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -