- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt small saman – hélt bara áfram mínum leik

Benedikt Gunnar Óskarsson glaður í bragði í viðtali eftir að hafa skoraði 17 mörk í úrslitaleik bikarkeppninnar sem Valur vann. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Ég hef verið góður eftir áramót en í dag small bara allt saman,“ sagði 17 marka maðurinn í úrslitaleik Powerade-bikarsins í handknattleik karla, Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson, þegar handbolti.is truflaði kappann í fögnuðinum eftir að leikmenn Vals höfðu tekið við sigurlaunum sínum í bikarkeppninni í Laugardalshöll í kvöld.


Benedikt Gunnar fór svo sannarlega á hamförum í leiknum, skoraði 17 mörk í 19 skotum auk fimm stoðsendinga.

Allt fór í markið

„Það fóru öll skot í markið svo ég hélt bara áfram mínum leik þegar ég fann að ég allt gekk upp,“ sagði Benedikt Gunnar ennfremur sem leggur mikið upp úr því að kveðja uppeldisfélagið, Val, með eins mörgum sigurlaunum og kostur er áður en hann flytur til Þrándheims í sumar og freistar gæfunnar með norska meistaraliðinu Kolstad.

Skiptir mjög miklu máli

„Það skiptir mig ógeðslega miklu máli að vinna allt sem hægt er að vinna áður en ég fer til Noregs,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson sem setti markamet í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Tengt efni:

Valsmenn fóru illa með Eyjamenn – stórkostlegur leikur Benedikts Gunnars

Síðari hálfleikur var stórkostlegur – stoltur pabbi

Stundum gengur allt upp, stundum ekki – svona er lífið

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -