Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata í handknattleik karla segir það vera algjörlega úr lausu loftið gripið að hann verði næsti þjálfari þýska liðsins Flensburg en félagið er að leita að þjálfara logandi ljósi. Orðrómur þess efnis fór á flug í fyrradag meðal handknattleiksáhugamanna m.a. á X.
„Ég er ekki að fara til Flensburg,” sagði Dagur í samtali við Vísir spurður um orðróminn. Aðeins er tæpt ár síðan Dagur tók við þjálfun króatíska landsliðsins og skrifaði undir þriggja ára samning.
Dagur mætir með sína í menn í Zagreb Arena annað kvöld til viðureignar við íslenska landsliðið. Flautað verður til leik klukkan 19.30. Króatar verða að vinna leikinn til þess að halda í vonina um sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Liðið verður án tveggja öflugra leikmanna, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Báðir eru meiddir.