- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea færir sig um set og leikur í úrvalsdeildinni

Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik og leikmaður Silkeborg-Voel í dönsku úrvalsdeildinnni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, hefur fært sig um set og gengið til til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg-Voel. Samningur hennar til er til eins árs.

Andrea lék með EH Aalborg í næstu efstu deild danska handknattleiksins á síðasta keppnistímabili og framlengdi samning sinn í mars. Tilboð Silkeborg-Voel kom óvænt upp og var Andrea ekki lengi að slá til. Mætir hún til fyrstu æfingar með liðinu í næstu viku.

„Þegar ég fékk tilboð frá Silkeborg-Voel ákvað ég að slá til,“ segir Andrea í tilkynningu frá félaginu í morgun. Hún verður eina íslenska handknattleikskonan sem leikur með liði í dönsku úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili.

Silkeborg-Voel hafnaði í 7. sæti af 14 liðum í úrvalsdeildinni í vor og varð í þriðja sæti í bikarkeppninni.

Konur – helstu félagaskipti 2023

Annað árið í Danmörku

Andrea lék með Fjölni áður en hún fór til Kristianstad í Svíþjóð 2018. Þar var hún í fjögur ár uns leið hennar lá til EH Aalborg fyrir rúmu ári. Andrea var í stóru hlutverki hjá EH Aalborg en liðið tapaði fyrir Ajax í umspili um sæti í úrvalsdeildinni í vor eftir að hafa verið í efsta sæti næst efstu deildar allt fram í lokaumferðina.

Leiða má líkum að því að Andrea verði í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu undir árslok. Hún á að baki 39 landsleiki og skorað í þeim 58 mörk.

Forráðamenn Silkeborg-Voel binda miklar vonir við Andreu eftir því sem fram kemur í tilkynningu morgunsins og skal engan undra enda um hörkuleikmann að ræða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -