Handknattleiksmaðurinn Andri Már Rúnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við þýska handknattleiksliðið SC DHfK Leipzig Handball. Samningurinn gildir ársins 2026. Andri Már kom til félagsins í sumar eftir frábæra frammistöðu á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða þar sem hann lék stórt hlutverk með íslenska landsliðinu sem hafnaði í þriðja sæti.
Andri Már samdi í sumar til skamms tíma eftir að hafa verið í ár hjá Haukum. Hans hlutverk hjá Leipzig hefur vaxið jafnt og þétt á leiktíðinni svo forráðamenn félagsins vildu ólmir festa piltinn til lengri tíma. Andri Már hefur skoraði 18 mörk í leikjum Leipzig í þýsku 1. deildinni auk þess að vera sá leikmaður liðsins sem átt hefur hvað flestar stoðsendingar.
Haft er eftir Karsten Günther á heimasíðu Leipzig að Andri Már hafi komið mjög öflugur inn í liðið síðustu vikur eftir að sterkir menn meiddust. Hann hafi svo sannarlega staðið undir aukinni ábyrgð og félaginu væri akkur í semja við Andra til lengri tíma.
SC DHfK Leipzig Handball situr í 9. sæti af 18 liðum með 13 stig eftir 14 leiki.