- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andri Már og Guðmundur Bragi léku Dani grátt

Andri Már Rúnarsson ógnar vörn Dana í vináttuleik á Ásvöllum í mars. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann danska landsliðið í sama aldursflokki með sex marka mun, 28:22, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna á Ásvöllum í kvöld. Íslensku piltarnir voru með sjö marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:10.

Danir byrjuðu síðari hálfleik af krafti og minnkuðu forskot Íslands niður í tvö mörk, 19:17. Ekki löngu fyrir leikslok var munurinn þrjú mörk, 25:22. Þrjú síðustu mörk leiksins voru íslensk.


Liðin mætast öðru sinni á Ásvöllum á morgun klukkan 16. Leikirnir eru liður í undirbúningi beggja landsliða fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Porto í júlí.

Guðmundur Bragi Ástþórssom tekur eitt af sínum vítaköstum. Mynd/HSÍ


Andri Már Rúnarsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson fór á kostum í íslenska liðinu í kvöld. Þeir voru allt í öllu og skoruðu 21 af 28 mörkum liðsins.

Arnór Atlason, þjálfari danska landsliðsins á hliðarlínunni á Ásvöllum í kvöld. Mynd/HSÍ


Arnór Atlason er þjálfari danska landsliðsins.


Mörk Íslands: Andri Már Rúnarsson 11, Guðmundur Bragi Ástþórsson 10, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Arnór Viðarsson 1, Gauti Gunnarsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Tryggvi Þórisson 1, Símon Michael Guðjónsson 1.

Selfyssingurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson stóð lengst af í marki Íslands og átti stórleik, varði 14 skot, 48%.

Mörk Danmerkur:
Joachim Lyng Als 3, Victor Klöve 3, Oscar Von Oettingen 3, Nikolaj Juhl Petersen 3, Mikkel Lang 2, Tobiaas Bonde Mygind 2, Jonas Raundahl 2, Rasmus Madsböll Wenneke 2, Nicolai Skytte Sörensen 1, Gustav Wedel Bruun 1.

Leiknum var streymt á youtube-rás HSÍ. Hér fyrir neðan er hlekkur á útsendinguna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -