Rúmenska handknattleiksliðið CS Minaur Baia Mare, sem Valur mætir í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla heima og að heiman tvær síðustu helgarnar í apríl situr um þessar mundir í 3. sæti rúmensku úrvalsdeildarinnar, sextán stigum á eftir Dinamo Búkarest sem trónir taplaust á toppnum.
CSM Constanta er í öðru sæti er átta stigum fyrir ofan CS Minaur Baia Mare.
CS Minaur Baia Mare hefur unnið 14 af 20 leikjum sínum í rúmensku deildinni til þessa, gert tvö jafntefli og tapað fjórum leikjum.
Stöðuna í deildinni er að finna hér.
Í átta leikjum í Evrópubikarkeppninni á þessari leiktíð hefur CS Minaur Baia Mare unnið sex leikir og tapað tveimur. CS Minaur Baia Mare - Odesa (Úkraína). 52:26 - 39:27 - 91:53, samanlagt. CS Minaur Baia Mare - HC Dinamo Pancevo (Serbía). 33:23 - 25:29 - 58:52, samanlagt. CS Minaur Baia Mare - RK Vogosca (Bosnía). 36:26 - 34:26 - 70:51, samanlagt. CS Minaur Baia Mare - Bregenz (Austurríki). 37:31 - 28:30 - 65:61, samanlagt.
Vorið 2022 tapaði CS Minaur Baia Mare fyrir Nærbø 29:25 og 27:26, samanlagt 56:51 í tveimur úrslitaleikjum Evrópubikarkeppninnar.
Af 18 leikmönnum eru 10 Rúmenar, tveir Tékkar, tveir Úkraínumenn, einn með ríkisfang í Serbíu og Króatíu, einn Brasilíumaður, einn Svartfellingur og einn Íraki.
CS Minaur Baia Mare var stofnað árið 1974 sem handknattleiksfélag en hefur síðan fært út kvíarnar. Nú er svo komið að fleiri íþróttagreinar eru stundaðar undir hatti félagsins. Þess má geta að Baia Mare merkir gullnáma en slíkar var og er að finna nærri borginni.
Árangur karlaliðs félagsins í rúmensku deildinni: Meistari: 1998, 1999, 2015. 2.sæti: 1980, 1981, 1985, 1992, 1993, 1994, 1995, 2022, 2023. 3.sæti: 1974, 1975, 1976, 1978, 1982, 1983, 1984, 1987, 1988, 1989, 1990, 1996, 1997, 2003, 2004, 2005. Bikarkeppnin: Meistari: 1978, 1983, 1984, 1989, 1999, 2015. 2.sæti: 1985, 2023.
Skammt frá Úkraínu – nokkru norðan við Turda
Ljóst er að langt og strangt ferðalag bíður Valsmanna eins og sést á kortinu hér fyrir neðan. Borgin Baia Mare er norðarlega í Rúmeníu, aðeins um 50 km frá landamærunum við Úkraínu, um 70 km frá landamærum Rúmeníu og Ungverjalands. Hinsvegar eru um 600 km til höfuðborgar Rúmeníu, Búkarest. Fyrir þá sem muna eftir leikjum Vals og Potaissa Turda fyrir sjö árum má geta þess að Baia Mare er í um 120 km akstursfjarlægð norður frá Turda.