- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annan leikinn í röð byrjum við illa

Lilja Ágústsdóttir var markahæst í leiknum í dag með 12 mörk. Mynd/IHF
- Auglýsing -

„Annan leikinn í röð þá finnst mér við mæta illa til leiks. Við byrjum ekki leikina strax. Það gengur ekki ef við ætlum að vinna stærri liðin að byrja ekki fyrr en í síðari hálfleik,“ sagði Lilja Ágústsdóttir markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins eftir tveggja marka tap fyrir Svíum í krossspili um sæti fimm til átta á heimsmeistaramóti 20 ára landsliðs kvenna í Jane Sandanski Arena í Skopje í dag, 33:31. Ísland leikur þar með um 7. sætið á HM á sunnudaginn.

Erfiður leikur líkamlega og andlega

Lilja sagði varnarleikinn hafa verið slappann. Hann hefði mátt vera betri til þess að liðinu lánaðist að vinna leikinn við Svía í dag. „Ég er samt stolt af okkur að hafa snúið við blaðinu í síðari hálfleik og komist yfir um tíma þótt margt væri ógeðslega erfitt. Leikurinn var mjög erfiður andlega og líkamlega,“ sagði Lilja sem heitir því að liðið geri sitt allra besta í áttunda og síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn.

Nánar er rætt við Lilju í myndskeiði sem er efst í fréttinni.

Íslenska landsliðið mætir landsliði Sviss í leiknum um 7. sæti á sunnudaginn klukkan átta árdegis á íslenskum tíma. Sviss tapaði fyrir Portúgal, 30:25 í hinum krossspilsleiknum í kvöld.

Aftur tap eftir háspennuleik – Ísland leikur um 7. sætið á HM

HMU20: Dagskrá og úrslit síðustu leikdagana

Yngri landsliðin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -