- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar sigur hjá 16 ára landsliðinu

U16 ára landsliðið sem lék við Færeyinga í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U16 ára landslið Íslands vann færeyska landsliðið öðru sinni á tveimur dögum þegar liðin mættust í Kórnum eftir hádegið í dag, lokatölur 22:19. Ísland var einnig með þriggja marka forskot eftir fyrri hálfleik, 10:7.


Íslensku stúlkurnar voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Færeyska liðið var aldrei langt á eftir og til að mynda var aðeins eins marks munur þegar rétt rúmlega mínúta var eftir af leiktímanum, 20:19.

Dagur Steingrímsson þjálfari fer yfir málin með stelpunum í leiknum í dag. Mynd/HSÍ


Bæði lið eru að búa sig undir þátttöku á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Svíþjóð síðar í þessum mánuði. Þess vegna voru leikirnir í dag og í gær afar kærkomnir. Íslensku stúlkurnar unnu með tveggja marka mun í gær, 25:23.


Mörk Íslands: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Lydía Gunnþórsdóttir 5, Þóra Hrafnkelsdóttir 4, Rakel Dóróthea Ágústsdóttir 3, Kristbjörg Erlingsdóttir 2, Arna Karítas Eiríksdóttir 1, Eva Gísladóttir 1.

Elísabet Millý Elíasardóttir varði 8 skot og Sif Hallgrímsdóttir varði 4.

Mynd/HSÍ
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -