Stjarnan vann í kvöld sinn annan leik í röð í Olísdeild kvenna í handknattleik og færðist þar með upp í fimmta sæti deildarinnar með átta stig. Stjarnan vann Aftureldingu afar örugglega með 15 marka mun, 37:22. Afturelding er hinsvegar áfram á botninum án stiga.
Um var að ræða síðasta leik beggja liða fyrir jólaleyfi frá kappleikjum í Olísdeildinni.
Fyrsti stundarfjórðungur leiksins í TM-höllinni í kvöld var jafn og m.a. komst Afturelding yfir, 8:7, eftir um 17 mínútur. Í framhaldinu skoraði Stjarnan sjö mörk á nærri tíu mínútna kafla án þess að Afturelding svaraði fyrir sig.
Staðan var 17:11 að loknum fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um einstefnu að ræða hjá Stjörnunni. Fara leikmenn og þjálfarar liðsins vaflaust sáttir inn í jólaleyfið.
Á morgun verða tveir síðustu leikirnir í Olísdeild kvenna fyrir jólaleyfi. HK fær Fram í heimsókn í Kórinn klukkan 13.30 og tveimur stundum síðar mætast Haukar og Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs á Ásvöllum.
Mörk Stjörnunnar: Anna Karen Hansdóttir 7, Helena Rut Örvarsdóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 6/1, Elena Elísabet Birgisdóttir 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Adda Sólbjört Högnadóttir 1, Thelma Sif Sófusdóttir 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 13, 52% – Darija Zecevic 8, 44,4%.
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 7, Ólöf Marín Hlynsdóttir 5, Katrín Helga Davíðsdóttir 4/4, Susan Ines Gamboa 4/1, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1,
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 8, 22,2% – Tanja Glóey Þrastardóttir 2, 18,2%.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna að finna hér.