- Auglýsing -

Annar stórsigur hjá piltunum – að þessu sinni lágu Króatar í valnum

- Auglýsing -


Piltarnir í 17 ára landsliðinu í handknattleik unnu annan stórsigur á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í dag þegar þeir burstuðu Króata, 35:21, í annarri umferð. Í gær unnu þeir Spánverja með 13 marka mun, 31:18. Á morgun mæta íslensku piltarnir liði Norður Makedóníu sem tapaði með níu marka mun í gær fyrir Króötum.


Staðan í hálfleik var jöfn, 13:13. Strax í upphafi síðari hálfleiks tók íslenska liðið öll völd á leikvellinum. Varnarleikurinn var frábær og sóknarmennirnir léku við hvern sinn fingur, en mest fór fyrir Gunnari Róbertssyni sem var óstöðvandi, annan leikinn í röð. Gunnar skoraði 12 mörk.

Anton Máni Francisco Heldersson fór einnig hamförum í markinu á bak við öfluga vörn og varði 17 skot.

Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Króatar komust fljótlega inn á sporið og jöfnuðu metin áður en þeir komust yfir, 11:9. Íslenska piltunum tókst að jafna metin rétt fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik var hinsvegar aðeins eitt lið á vellinum enda urðu lyktir hálfleiksins, 21:8, fyrir Ísland.


Mörk Íslands: Gunnar Róbertsson 12, Anton Franz Sigurðsson 4, Freyr Aronsson 4, Bjarki Snorrason 3, Ómar Darri Sigurgeirsson 3, Logi Finnsson 3, Patrekur Smári Arnarsson 3, Örn Kolur Kjartansson 1, Alex Unnar Hallgrímsson 1, Ragnar Arnórsson 1.

Varin skot: Anton Máni Francisco Heldersson 17, Sigurmundur Gísli Unnarsson 2.

Úrslit dagsins:

A-riðill:
Spánn – Norður Makedónía 31:26.
Ísland – Króatía 35:21.
Staðan: Ísland 4 stig, Króatía 2, Spánn 2, Norður Makedónía 0.

B-riðill:
Ungverjaland – Noregur 33:22.
Þýskaland – Portúgal 31:21.
Staðan: Þýskaland 4 stig, Ungverjaland 2, Portúgal 2, Noregur 0.

Streymi frá leikjum mótsins er á EOCTV.org.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -