- Auglýsing -
Kúveit undir stjórn Arons Kristjánssonar vann geysilega öruggan sigur á Hong Kong, 39:25, í annarri umferð forkeppni HM 2026 í C-riðli Asíumótsins í Kúveit í dag. Með sigrinum tryggði Kúveit sér sæti í milliriðli.
Næst mætir Kúveit liði Sameinuðu arabísku furstadæmanna á mánudag í hreinum úrslitaleik um efsta sæti C-riðils.
Lærisveinar Arons unnu með 34 mörkum
Kúveit var með 11 marka forystu, 23:12, í hálfleik og var síðari hálfleikurinn því formsatriði fyrir lærisveina Arons, sem er á sínu fyrsta stórmóti með liðið.
- Auglýsing -



