- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Árið verður seint toppað en maður getur eflaust reynt“

Katrín Anna Ásmundsdóttir hefur átta afar viðburðaríkt ár í handboltanum. Hún skoraði m.a. sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið á stórmóti í gær. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Íþróttaárið hefur verið viðburðaríka hjá Katrínu Önnu Ásmundsdóttir hægri hornamanni íslenska landsliðsins og Gróttu. Hún var valin í æfingahóp landsliðsins í fyrsta sinn í vor, lék sinn fyrsta A-landsleik í Tékklandi í lok september, tekur nú þátt í sínu fyrsta stórmóti A-landsliða í Austurríki. Auk þess þá var hún í U20 ára landsliðinu sem hafnaði í 7. sæti á HM í N-Maekdóníu í sumar. Einnig vann lið hennar, Grótta, sér sæti í Olísdeildinni í vor eftir umspils og margra ára veru í Grill 66-deildinni.


„Leikurinn í gær og stemningin í gær var alveg geggjuð,“ segir Katrín Anna í samtali við handbolta.is. „Árið verður seint toppað en maður getur eflaust reynt,“ segir Katrín Anna þegar farið er yfir helstu viðburði hjá henni á íþróttaárinu.

„Allir viðburðir hafa verið jafn ánægjulegir en segja má kannski að EM sé krisuberið ofan á allt. Ég hef sjaldan upplifað annað eins og leikinn í gær og það sem tók við þegar honum lauk,“ segir Katrín Anna sem er á öðru ári í verkfræði við Háskóla Íslands. Vegna þátttökunnar með landsliðinu á EM varð Katrín Anna að fresta öllum prófum fram í janúar.

„Eins gaman og það er að vera hér þá missi ég af öllum prófunum og verða bara að taka þau í janúar. Það taka þátt í EM er svo mikilsvirði að ég sé ekki eftir neinu,“ segir Katrín Anna Ásmundsdóttir landsliðskona.

Nánar er rætt við Katrínu Önnu í myndskeiði með þessari frétt.

EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni

A-landslið kvenna – fréttasíða

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -