- Auglýsing -
Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans í Neistanum unnu í gærkvöldi liðsmenn STíF frá Skálum með níu marka mun, 28:19, á heimavelli, Höllinni á Hálsi í Þórshöfn.
Neistin var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Með sigrinum komst Neistin upp fyrir Hörð Fannar og félaga í KÍF frá Kollafirði í þriðja sæti færeysku úrvalsdeildarinnar. KÍF laumaðist upp fyrir Neistan á sunnudaginn þegar síðarnefnda liðið lék ekki.
Á sunndaginn verður Þórshafnarslagur þegar Neistin og Kyndil eigast við í Höllinni á Hálsi.
Staðan í færeysku úrvalsdeildinni í karlaflokki:
H71 19(11), VÍF 15(10), Neistin 14(11), KÍF 13(12), Team Klaksvik 7(11), STíF 6(12), Kyndil 4(11).
- Auglýsing -