- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Máni fór hamförum – Fram áfram á sigurbraut

Arnór Máni Daðason markvörður Fram varði 19 skot, þar af þrjú vítaköst og skoraði fjögur mörk gegn Stjörnunni. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Fram færðist upp að hlið FH og Aftureldingar með 15 stig í einu af þremur efstu sætum Olísdeildar karla í handknattleik með sannfærandi sigri á Stjörnunni í Lambhagahöllinni, 35:26, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 18:12.

Arnór Máni Daðason fór hamförum í marki Fram, varði 19 skot, þar af þrjú af fimm vítaköstum Sjtörnunnar. Hann lét ekki þar við sitja heldur skoraði fjögur mörk.


Um var að ræða fyrsta leik 11. umferðar og þar af leiðandi eiga FH og Afturelding leik inni gegn Fram-liðinu sem nú hefur leikið fimm sinnum í röð í deildinni og í bikarkeppnninni án þess að tapa.

Leikmenn Fram byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Stjarnan tók þá við sér og skoraði sjö mörk gegn þremur. Sterkur varnarleikur Fram og mögnuð frammistaða Arnórs Mána Daðasonar lagði grunn að sex marka forskoti Fram í hálfleik, 18:12.

Í síðari hálfleik héldu Framarar í horfinu og gott betur. Arnór Máni hélt uppteknum hætti í markinu og ungir sóknarmenn stóðu fyrir sínu jafnt í vörn sem sókn. Mestur var munurinn 10 mörk, 32:22.

Stjarnan missti þar með af allra efstu liðunum, í bili. Liðið hefur 10 stig eftir 11 leiki í sjöunda sæti.

Fimm leikir verða í Olísdeild karla annað kvöld.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

Mörk Fram: Ívar Logi Styrmisson 5, Marel Baldvinsson 5, Arnór Máni Daðason 4, Dagur Fannar Möller 4, Reynir Þór Stefánsson 4, Theodór Sigurðsson 3/2, Rúnar Kárason 3, Arnar Snær Magnússon 2, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Eiður Rafn Valsson 1, Erlendur Guðmundsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 19/3, 42,2%.

Mörk Stjörnunnar: Hans Jörgen Ólafsson 5, Pétur Árni Hauksson 4, Ísak Logi Einarsson 4, Jóel Bernburg 4, Starri Friðriksson 3/2, Jóhannes Bjørgvin 2, Dagur Logi Sigurðsson 1, Sigurður Jónsson 1, Tandri Már Konráðsson 1, Rytis Kazakevicius 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 10/2, 22,2%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -