- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnór Snær marki frá Evrópumeti!

Arnór Snær Óskarsson í leik með Val á síðustu leiktíð. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnór Snær Óskarsson var aðeins einu marki frá markameti Íslendings í Evrópuleikjum í handknattleik, er hann skoraði 13 mörk fyrir Val gegn sænska liðinu Ystads í Evrópudeildinni, 29:32, að Hlíðarenda í gærkvöld. 

 Fjórir leikmenn hafa skorað 14 mörk í Evrópuleik með íslensku liði:

 1996-1997: Julian Róbert Duranona, KA, gegn Fotex Veszprém frá Ungverjalandi.

 2001-2002: Halldór Ingólfsson, Haukum, gegn Barcelona frá Spáni.

 2006-2007: Jóhann Gunnar Einarsson, Fram, gegn Celje frá Slóveníu.

 2016-2017: Josip Juric Gric frá Króatíu, Val, gegn HC Sloga Pozeha frá Serbíu.

Julian Róbert Duranona að skora eitt 14 marka sinna í leik með KA gegn Fotex Veszprém.

 9 Valsmenn yfir 10 mörk

Arnór Snær er níundi Valsmaðurinn sem skorar yfir 10 mörk í Evrópuleik síðan að Sigurður Valur Sveinsson gerði það fyrst; skoraði 11 mörk í leik gegn svissneska liðinu Amicitia 1988. 

  Baldvin Þorsteinsson hefur oftast Valsmanna skorað meira en 10 mörk í leik, eða fjórum sinnum: 10, 11, 11 og 10 mörk.

 Baldvin og Fannar Friðgeirsson brutu báðir 10 marka múrinn í sama leiknum. Fannar skoraði 12 mörk og Baldvin 10 gegn Tíblisi frá Georgíu, 51:15, 2005.

Geir Hallsteinsson í skotstöðu í landsleik.

 Geir sá fyrsti

 Geir Hallsteinsson var fyrsti Íslendingurinn til að skora yfir 10 mörk í Evrópuleik. Hann skoraði 13 mörk gegn Honved frá Ungverjalandi í Laugardalshöllinni 1969, 17:21. Hinir sem skoruðu í leiknum, voru Ragnar Jónsson 2, Örn Hallsteinsson og Guðlaugur Gíslason eitt hvor.

 Þrír aðrir sem skoruðu 13 mörk í leik, eru:

 1987-1988: Gylfi Birgisson, Stjörnunni.

 1996-1997: Julian Róbert Duranona, KA.

 2017-2018: Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV.

 Duranona fimm sinnum yfir 10 mörk

 Julian Róbert Duranona, KA, hefur fimm sinnum brotið 10 marka múrinn í leik. Fyrst 12 mörk í leik 1995-1996 og þá í fjórum leikjum í röð 1996-1997; 13, 11, 14 og 10 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -