Aron Pálmarsson lék í gær sinn fyrsta leik á heimavelli eftir að hann sneri á ný til Veszprém í Ungverjalandi. Hann byrjaði meira segja leikinn gegn PLER-Budapest og skoraði eitt mark í síðari hálfleik í átta marka sigri, 34:26. Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15. Leikmönnum Veszprém gekk illa að hrista leikmenn PLER-Budapest af sér en það hafðist þegar komið var nokkuð inn í síðari hálfleik.
Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir Veszprém í leiknum í gær, þar af fjögur í fyrri hálfleik. Vespzrém hefur 14 stig í efsta sæti ungversku 1. deildarinnar að loknum sjö leikjum. Pick Szeged er í öðru sæti með 14 stig en hefur leikið átta sinnum.
Sigur eftir þrjá tapleiki
Pick Szeged vann ETO University Handball Team í Pick Arena í gær, 38:29. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og átti nokkrar stoðsendingar að vanda.
Eftir þrjá tapleiki í röð, tvo í Meistaradeild Evrópu og einn í deildinni, var sigurinn kærkominn fyrir liðsmenn Pick Szeged sem voru sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13.