- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron ekki með í Tel Aviv – Þorsteinn Leó leikur sinn fyrsta A-landsleik

Aron Pálmarsson var tilneyddur að draga sig út úr landsliðinu vegna meiðsla. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson fyrirliði hefur dregið sig út úr landsliðinu sem mætir Ísrael í næst síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Tel Aviv á fimmtudaginn. Aron er meiddur og hefur lítið leikið með danska liðinu Aalborg Håndbold síðustu vikur af þeim sökum.

Þorsteinn Leó Gunnarsson úr Aftureldingu leikur sinn fyrsta A-landsleik á fimmtudaginn. Mynd/Raggi Óla

Vegna þess er ljóst að Aftureldingarmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur sinn fyrsta A-landsleik á miðvikudaginn í Tel Aviv. Þorsteinn Leó var eini nýliðinn í landsliðshópnum sem valinn var.

Hefur unnið fyrir að fá tækifæri með landsliðinu

Sautján voru valdir

Ekki verður kallaður inn maður í hópinn í stað Arons. Landsliðsþjálfararnir Ágúst Þór Jóhannsson og Gunnar Magnússon völdu fyrir nokkru 17 leikmenn til þess að tefla fram í leikjunum tveimur, gegn Ísrael ytra og við Eistland á heimavelli á sunnudaginn.

Björgvin Páll og Donni eru í landsliðshópnum – einn nýliði

Mæta á svæðið í dag

Íslensku landsliðsmennirnir koma hver á fætur öðrum til Ísraels í dag. Flestir voru að leika með félagsliðum sínum í gær og í fyrradag. Þjálfararnir Ágúst Þór og Gunnar eru komnir á leiðarenda ásamt sjúkraþjálfara og liðsstjóra íslenska landsliðsins og þeim leikmönnum sem komu frá Íslandi.

Tvær æfingar

Æft verður tvisvar í Tel Aviv, á morgun og á miðvikudaginn, áður en að viðureigninni kemur á fimmtudag. Hún hefst klukkan 16 og mun handbolti.is ekki svíkjast undan að fylgjast með.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -