- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og Steinunn eru handknattleiksfólk ársins

Steinunn Björnsdóttir, handknattleikskona ársins 2020 er til allrar hamingju á góðum batavegi. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson, Barcelona, og Steinunn Björnsdóttir, Fram, eru handknattleikskarl og handknattleikskona ársins valin af stjórn Handknattleikssambandsins Íslands. Þetta er í fimmta sinn sem HSÍ útnefnir Aron handknattleikskarl ársins. Steinunn hreppir nú nafnbótina handknattleikskona ársins í fyrsta sinn.

Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði Fram sem varð deildar,- og bikarmeistarar í vor. Hún lék alla átján leiki liðsins í Íslandsmótinu og skoraði 96 mörk. Fram liðið varð deildarmeistari með því að sigra í sautján leikjum og tapaði einungis einum áður en Covid-faraldurinn batt enda á keppnistímabilið.
Seinni bylgjan valdi Steinunni besta leikmann Íslandsmótsins, besta varnarmanninn og þá var hún einnig í liði ársins.
Steinunn á að baki 35 landsleiki með A-landsliði kvenna og skoraði í þeim 27 mörk. Á dögunum var Steinunn kjörinn Íþróttmaður Reykjavíkur 2020.

Steinunn var fyrst valin í A-landslið kvenna 2012. Hún er 29 ára, er uppalin í Fram og spilaði með yngri flokkum félagsins. Hún hóf að leika með meistaraflokki Fram tímabilið 2009 – 2010. Í dag hefur Steinunn leikið tæplega 300 leiki með meistaraflokki Fram. Steinunn er sterk fyrirmynd fyrir yngri jafnt sem eldri handknattleiksiðkendur, innan vallar sem utan.

Aron Pálmarsson, handknattleikskarl ársins 2020. Mynd/HSÍ

Aron Pálmarsson, vinstri skytta og leikstjórnandi hjá spænska meistaraliðinu Barcelona og A-landsliði karla. Aron varð þrefaldur meistari á Spáni á síðasta keppnistímabili með Barcelona auk þess sem hann og liðsfélagar tryggðu sér sæti í úrslitahelgi Meistarardeildar Evrópu sem fram fer nú á milli jóla og nýárs.
Aron er 30 ára gamall. Hann lék upp alla yngri flokkana með FH og lék sinn fyrsta meistaraflokks leik með liðinu í mars 2006. 19 ára gekk Aron til liðs við THW Kiel í Þýskalandi og var þar í sex ár. Árið 2015 færði Aron sig um set til Veszprém í Ungverjalandi. Fyrir þremur árum skipti Aron til Barcelona á Spáni og hefur síðan leikið með Katalóníurisanum.
Aron lék sinn fyrsta landsleik 29. október 2008. Síðan hefur hann leikið 149 landsleiki og skorað í þeim 579 mörk. Aron er fyrirliði landsliðsins. Sem atvinnumaður í handknattleik er Aron einstök fyrirmynd fyrir unga handknattleiksiðkendur bæði hér heima og erlendis.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -