„Þú verður að spyrja stjórnendur félagsins af hverju ég verð ekki áfram.“ Eitthvað í þessa veruna svarar Aron Pálmarsson nýkrýndur Evrópumeistari í þriðja sinn spurningu spænska fjölmiðilsins RAC1 af hverju hann sé á förum frá Evrópumeisturum Barcelona eftir fjögur sigursæl ár.
Spurður hvort hann hafi viljað vera áfram hjá Barcelona segir Aron svo hafa verið fyrir ári síðan. Annað hafi verið upp á teningnum fyrir þremur mánuðum. Annars vísar Aron á stjórnendur Barcelona um ástæður þess að hann yfirgefur Barcelona í sumar og flytur til Álaborgar í Danmörku.
Þessi svör koma heim og saman við fréttir í fjölmiðlum í Katalóníu fyrir nokkrum vikum þess efnis að stjórnendur Barcelona með Joan Laporta forseta félagsins fremstan í flokki hafi dregið lappir þegar kom að því að semja á nýjan leik við Aron. Það hafi verið ein ástæða þess að þjálfari sigursæli, Xavier Pascual, óskaði eftir að losna undan samningi í sumar.
- Sjö marka tap í Dortmund – heimaleikur á miðvikudag
- Fyrirfram hefði ég alltaf þegið jafntefli – fyllum Hlíðarenda á laugardag
- Uppgjör á Hlíðarenda eftir skiptan hlut í Porriño
- Vil sjá einbeitt lið og troðfulla höll
- Taka til varna vegna bannsins langa