Ásbjörn Friðriksson lék sinn 500. leik fyrir FH í gærkvöld þegar Íslandsmeistararnir unnu stórsigur á HK, 32:21, í Kaplakrika í fyrstu umferð átta liða úrslita Olísdeildar.
Í tilkynningu frá kemur fram að Ásbjörn er áttundi FH-ingurinn sem nær þeim merka áfanga að leika 500 leiki fyrir meistaraflokk og annar á skömmum tíma. Nýverið var Birna Íris Helgadóttir heiðruð fyrir 500 leiki fyrir félagið.
Kom til FH 2008
Ásbjörn, er frá Akureyri, en gekk til liðs við FH árið 2008 og hefur alla tíð síðan leikið fyrir félagið ef frá er talin rúmlega árs vera hjá Alingsås í Svíþjóð 2011 til 2012.
Ásbjörn hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með FH, þrisvar sinnum deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Ásbjörn var um árabil fyrirliði liðsins og hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari sl. sex keppnistímabil.