Ásdís Þóra Ágústsdóttir hefur framlengt samning sinn við Val til þriggja ára eða út tímabilið sem lýkur í sumarbyrjun 2026.
Ásdís er uppalin Valsari sem hefur mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hún var m.a. í meistaraliði Vals fyrir fjórum árum.
Fyrir tveimur árum gekk Ásdís Þóra til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Lugi en var svo óheppin að slíta krossband rétt áður en haldið var út. Settu meiðslin stórt strik í reikninginn eins og nærri má geta. Varð það m.a. til þess að Ásdís Þóra flutti heim aftur síðasta haust. Var hún þá lánuð frá Val til Selfoss hvar hún lék allt fram í lok febrúar.
Ásdís Þóra kom aftur til Vals í byrjun mars og varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta laugardag og hlaut silfurverðlaun í Poweradebikarnum.