- Auglýsing -
Ásthildur Þórhallsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Evrópumóti 19 ára landsliða sem lauk í Podgorica í Svartfjallalandi. Ásthildur skoraði 50 mörk í 78 skotum og hafnaði í áttunda sæti á lista markahæstu á mótinu. Ásthildur er sú eina af þeim sextán markahæstu sem skoraði ekki mark úr vítakasti.
Litáinn Gabija Pilikauskaite skoraði flest mörk á mótinu, 82. Hollendingurin, Mau Horvers var næst með 66 mörk. Þar á eftir kom Teodora Lavinia Damian frá Rúmeníu með 62 mörk.
Arna og Bergrós næstar
Af leikmönnum íslenska landsliðsins voru Arna Karítas Eiríksdóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir næstar á eftir Ásthildi með 34 mörk hvor.
- Auglýsing -