- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ásvellir og Karlskrona í lok febrúar og í byrjun mars

Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir, Katrín Tinna Jensdóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sænska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að viðureign Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM 2024 verði leikin í Brinova Arena í Karlskrona laugardaginn 2. mars á næsta ári. Um verður að ræða síðari viðureign liða þjóðanna í svokölluðum tvíhöfða í riðlakeppninni. Áður en að leiknum í Karlskrona kemur leiða þjóðirnar saman kappa sína á Ásvöllum miðvikudaginn 28. febrúar.


Talsvert vatn á eftir að renna til sjávar áður en að leikjunum kemur. M.a. eiga bæði landslið eftir að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð 29. nóvember.

Ísland og Svíþjóð eru í tveimur efstu sætum 7. riðils undankeppni EM með fjögur stig hvor eftir tvær umferðir. Færeyjar og Lúxemborg eru án stiga.

EM kvenna ’24: Úrslit og staðan í riðlunum

Ísland og Svíþjóð voru einnig saman í riðli í undankeppni EM kvenna 2022 og mættust lið þjóðanna í Eskilstuna í undankeppninni haustið 2021. Svíar unnu stórsigur, 30:17.

Á slóðum Íslendinga

Karlskrona er austan við Kristianstad í suðausturhluta Svíþjóðar. Margir Íslendingar þekkja vel til í Kristianstad eftir að hafa fjölmennt þangað í upphafi ársins á leiki karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu.

Brinova Arena er heimavöllur úrvalsdeildarliðs HF Karlskrona en þrír Íslendingar gengu til liðs við karlalið félagsins í sumar, Dagur Sverrir Kristjánsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu Baldurssonar. Á sama tíma færði markvörðurinn góðkunni, Phil Döhler, sig um set og hóf að verja mark HF Karlskrona eftir fjögurra ára veru hjá FH.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -