- Auglýsing -
Kvennalið Selfoss mætir AEK frá Aþenu í fyrsta leik félagsins í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Dregið var í morgun og fallist liðin á að leika heima og að heiman verður fyrri viðureignin í Aþenu 27. eða 28. september. Öðru sinni mætast liðin þá á Selfossi viku síðar, 4. eða 6. október.
Fari Selfoss áfram í næstu umferð keppninnar, 32-liða úrslit, bætast m.a. bikarmeistarar Hauka í hóp þátttökuliða. Ekki verður dregið í aðra umferð fyrr en niðurstaðan af fyrstu umferð liggur fyrir.
Handbolti.is fylgist með í textalýsingu þegar dregið verður í Evrópukeppni félagsliða í morgun.
- Auglýsing -