- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átján mörk hjá fjórum Íslendingum í Þrándheimi

Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir voru aðsópsmiklir í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -


Íslendingarnir fjórir hjá norska meistaraliðinu Kolstad létu til sín taka í dag þegar liðið vann stórsigur á Follo, 43:30, í norsku úrvalsdeildinni á heimavelli í Þrándheimi.

Arnór Snær Óskarsson skoraði átta mörk í 11 skotum og var markahæsti leikmaður liðsins. Benedikt Gunnar Óskarsson var með fullkomna skotnýtingu, skoraði sex mörk og gaf átta stoðsendingar, Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk auk þriggja stoðsendinga og Sveinn Jóhannsson skoraði einu sinni.
Kolstad var með þriggja marka forskot í hálfleik, 21:18. Liðið tók öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik.


Fimm umferðir eru eftir óleiknar í norsku úrvalsdeildinni. Elverum er efst með 39 stig eftir 21 leik. Kolstad er einu stigi á eftir. Runar og Bergen Handball eru í næstu tveimur sætum á eftir með 27 stig hvort.

Haslum, lið sem margir Íslendingar hafa leikið með í gegnum tíðina, virðist heillum horfið og rekur lestina með tvö stig, átta stigum á eftir næst neðsta liðinu, Bækkelaget.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -